fimmtudagur, september 29, 2005

Afro, songur og vettvangsferd

Eg gat loksins spilad afrotonlist i vikunni og thar af leidandi dansad med krokkunum. Fekk lanadan geislaspilara hja Janiki, kennaranum sem byr fyrir nedan mig. Hun er buin ad vera otrulega almennileg, lanar okkur hina og thessa hluti, sendir bilstjorann sinn ut i bud, leyfir okkur ad nota tolvuna hja ser og eg bara veit ekki hvad. Allavega, afrodansinn gekk bara betur en eg thordi nokkurn timann ad vona. Krakkarnir hofdu held eg bara mjog gaman af thessu og held eg kennararnir lika. Kenndi theim bara nokkur einfold spor, let thau byrja a ad klappa med til ad finna taktinn og svona. Eg var reyndar alveg buin a thvi eftir ad hafa dansad afro i 2svar sinnum 45 minutur i 38 stiga hita, kappklaedd! Aetla her eftir bara ad taka 1 bekk a dag eda i mesta lagi 1 bekk fyrir hadegi og 1 eftir hadegi. Daginn eftir afrotimann hopudust litlu krakkarnir ad mer, toku utan um mig og klipu i kinnarnar a mer. "We dance now". "Your dance very nice". Thau eru svo miklar dullur. I gaer var eg hins vegar i stussi uppi a immigration office vid ad fa atvinnuleyfi. Thad hafdist eftir thonokkra bid og maetti eg bara eftir hadegi i skolann. Tha var eg med krakkana i songtima thar til skoladeginum lauk. Thad er aedislegt ad sja hvad morg theirra eru musikolsk. Thau vildu oll fa ad syngja einsong fyrir mig og oftar en ekki fylgdi halfpartinn indverskur dans med, svo mikil var innlifunin. Hingad til hefur ekki verid mikid um tonlistartima og theim hefur ekki verid kenndur neinn dans. Ithrottatiminn theirra lysir ser med teygjum og styrktaraefingum i 10 minutur a hverjum morgni en eg held ad ekkert barnanna laeri ad synda, a.m.k. ekki i thessum skola. Thannig ad eg get vonandi gefid thessum krilum eitthvad, tho ekki vaeri nema nokkur skrytin dansspor og log til ad syngja. Eg er stundum ad efast um sjalfa mig, finnst eg audvitad ekki alveg hafa rettu menntunina til ad vera i thessu starfi en madur verdur bara ad gera gott ur thessu.
Ja a morgun eru reyndar foreldravidtol og fae eg ad sitja med skolastjoranum og spyrja foreldrana ut i lyfjamedferdir barnanna en morg theirra eru greind ofvirk eda med athyglisbrest. Thad verdur forvitnilegt ad sja hvort thetta se eitthvad svipad og heima eda hvort allir seu a einhverjum natturulyfjum eda homopatalyfjum. Eg hef nefnilega rekid mig a thad ad her rikir vidhorfid ad allt se hollt ur natturunni og thu getir ekki fengid neina eiturverkun af natturuafurdum! Lyf seu aftur a moti "gervi" thannig thau eru i theirra augum ekki eins heilsusamleg. Eg tharf alveg ad sitja a mer thegar folk heldur thessu fram hvad eftir annad.

I dag forum vid i vettvangsferd i skolanum. Kiktum i Saint Thomas kirkjuna, Aquarium (sem voru nokkur bur med fiskum og krobbum), saum einhvern minnisvarda um manninn sem gaf Indverjum stjornarskrana theirra og loks forum vid i barnagardinn, sem inniheldur apa, pafagauka, pelikana, pardusdyr o.fl. Thetta var finasta ferd en eg skemmti mer eiginlega best i rutunni tho ekki vaeri hun loftkaeld. Thar voru graejurnar stilltar i botn og svo voru allir krakkarnir ad syngja og dansa vid indversk daegurlog. Thau kunnu textana ut og inn, thratt fyrir ad eiga i miklum erfidleikum med ad laera mun styttri texta eda ljod i skolanum. Thetta synir manni hvad thad skiptir gridarlega miklu mali ad vekja ahuga hja theim og svo hjalpar orugglega takturinn lika.

Jaeja, thad er vist buid ad klukka mig (2svar) sem thydir ad eg a ad skrifa 5 stadreyndir um mig. Er samt alltaf a hlaupum thegar eg er a netinu thannig eg leggst kannski yfir thetta i kvold og skrifa i naesta blogg. Eg er nuna a leidinni a pizzakvold med hinum skiptinemunum en vid hittumst alltaf a fimmtudagskvoldum. Bless i bili.

mánudagur, september 26, 2005

Strandferd sem vard ad enn einu menningarsjokkinu

Best ad byrja a thvi ad lata vita ad eg er alveg ordin hress og hef ekki fengid frekara ofnaemi. Aetla samt ad reyna ad utvega mer fleiri ofnaemistoflur til ad ganga med a mer, til vonar og vara. Vid tokum thvi rolega um helgina enda var hitinn obaerilegur a laugardaginn. 40 stiga hiti hljomar kannski sem eyrnakonfekt i eyrum Islendinga en truid mer, thegar madur tharf ad klaedast siderma og sidbuxum ollum stundum er hann ekki svo aeskilegur. Vid forum ut ad borda a voda finan italskan stad a laugardagskvoldid og eg get ekki lyst thvi hvad thad var gott ad fa lasagna sem smakkadist naestum eins vel og 1944 lasagnad heima!
A sunnudaginn akvadum vid Gudny ad tolta a strondina. Janiki, konan sem byr fyrir nedan okkur hardbannadi okkur reyndar ad fara fyrr en eftir halffjogur. Sagdi hitann allt of mikinn fyrir thann tima. Thad er ekki nema 20 minutna ganga a strondina hja okkur. Vid vorum bunar ad heyra af thessari fallegu, longu, hvitu strond en Marina beach i Chennai er su naest staersta i heimi. Synin sem tok vid thegar glitti i sjoinn var kannski adeins odruvisi en madur hafdi gert ser i hugarlund. Serstaklega svona thegar lyktin fylgir med. Strondin er nefnilega ekki svo ykja hrein! Vid thraeddum gaumgaefilega geitaskit, hundaskit, fuglaskit og poddur thar til vid fundum tiltolulega hreinan sand ad labba a! (Haettum okkur tho ekki ur sandolunum!) Medfram strandlengjunni voru hrorlegir kofar eda tjold sem folk byr i. Enn eitt fataekrahverfid. Thar bua allir saman i einni kos, menn, haenur, geitur, hundar og eflaust einhver fleiri dyr. Um leid og vid hvitingjarnir birtumst hopudust ad okkur born ad betla. Einu ordin sem thau kunnu voru money og no. Thannig reyndum vid ad thraeda okkur afram eftir strandlengjunni med bornin hangandi i pilsfaldinum, rifandi i hendurnar a manni og oll oskrandi money. Ja betlararnir her eru vaegast sagt agengir. Gomul kona med staf elti okkur lika a rondum og vid vorum bunar ad fara i svona 30 attur og hringi thegar vid hun loksins gafst upp. Tho madur gladur vildi gefa thessum greyjum nokkrar rupees tha thydir thad ekkert. Thad eru bara svo rosalega margir betlarar ad vid yrdum liklega bara kaffaerdar og kaemumst aldrei i burtu fra theim. En thad voru ekki bara betlarar a strondinni. Tharna voru lika krakkar ad spila krikket, menn og konur ad selja fisk sem their hofdu veitt fyrr um daginn og svo audvitad urmull af fjolskyldum i sunnudags-strandferd. Eg vissi varla ad thad vaeri til svona mikid af folki! Vid fengum svo mikla athygli, eina hvita folkid a stadnum og jafnframt lang minnst klaedda folkid a svaedinu! Hrikalega djarfar ad klaedast hlyrabol og hnesidum pilsum! Hvad eftir annad er folk ad spyrja mann ad nafni, fa ad taka i hondina a manni, taka mynd o.s.frv. Eg er orugglega ad gleyma einhverju fleiru sem vid upplifdum, thetta var bara svo otrulega framandi og spes allt saman og i svo miklum skammti a stuttum tima. En thad eru einmitt svona hlutir sem halda manni gangandi og minna mann a hversu ometanleg reynsla thessi timi verdur.
Jaeja, alltaf tharf eg ad skrifa allt of mikid. Vona ad thid nennid samt ad lesa thetta. Kvedja hedan ur sudaustri.

fimmtudagur, september 22, 2005

Skolinn og indversk heilbrigdisthjonusta

Jaeja, eg var ordin skarri af halsbolgunni i gaer og for i skolann. Fattadi samt ekki ad skolinn a engan geislaspilara thannig eg gat ekki notad geisladiskinn med afrotonlistinni. Var thvi megnid af timanum ad fylgjast med kennslu og taka thatt i umraedum um kennsluefnid thar sem Island blandadist inn i. T.d. i science timanum var verid ad tala um umhverfid og mengun i heiminum. Eg sagdi theim ad thad vaeri frekar litil mengun a Islandi thar sem vid hefdum svo faar verksmidjur en Islendingar aettu tho mjog mikid af bilum midad vid folksfjolda og talsverd mengun kaemi fra theim. Vedurfarid vaeri lika ad breytast, t.d. vaeru skidasvaedin varla opin yfir veturinn thvi snjoinn vantadi. Thad er svo gaman ad segja fra ollu. Engin krakkanna eda kennaranna hefur sed snjo. Hversdagslegir hlutir fyrir okkur eru aevintyri fyrir theim. Eg er buin ad eyda miklum tima i ad utskyra thad hvernig vid hitum husin okkar med heita vatninu og syna theim fullt af myndum af fallega landinu okkar. Svo er eg buin ad vera ad teikna myndir af snjokalli, snjostigvelum, trefli, kuldagalla, trjam med engin lauf o.fl. en allt er thetta framandi fyrir krokkunum. I gaer vildu thau lika endilega ad eg syngi islenska thjodsonginn! Thad skipti engu tho eg segdi ad thad vaeri eiginlega omogulegt ad syngja hann, eg neyddist til ad gera mitt besta. Skipti um tontegund i midju lagi til ad na efstu tonunum en hvad um thad! Eg er alltaf ad sja thad betur og betur ad ekkert sem madur laerir gegnum aevina er gagnslaust. Thannig hef eg undanfarna daga thurft ad rifja upp heilmikla landafreaedi, jardfraedi, sogu og ymislegt fleira, kannski hlutir sem madur laerdi i grunnskola en hefur litid spad i undanfarin ar. Meira segja barnalog sem madur laerdi i sunnudagaskolanum og sogur sem manni voru sagdar sem barn geta nyst manni herna. Svo er lika gaman ad raeda vid kennarana. Her byrjar folk a ad mennta sig, faer ser svo vinnu og sidan giftir thad sig. Ekki fyrr en eftir thad geta karl og kona buid saman og born eru audvitad ekki inni i myndinni fyrr en eftir giftingu. Skilnadir eru lika afar sjaldgaefir. Thannig vid virkum otrulega frjalsleg heima a klakanum i samanburdi vid thau, med alla okkar skilnadi, ovigdar sambudir, born utan hjonabands o.s.frv. Eg hef samt aldrei ordid vor vid hneykslun hja theim eda eitthvad thviumlikt, bara ahuga og skilning a thvi ad hlutirnir seu odruvisi i mismunandi heimshlutum. Otrulega gaman ad fa svona innsyn i theirra heim. Held ad madur upplifi adra hluti en ef eg vaeri bara ferdamadur a 5 stjornu hoteli.

I hvert sinn sem eg fer ut a gotu staekka augun um helming og madur hefur varla undan ad horfa i kringum sig. Svo otrulega mikid af folki ut um allt, beljur a midri gotunni, asnar, gotusalar, betlarar og inn a milli rosa flottir bilar. Oft otrulegar andstaedur og mikid bil a milli rikra og fataekra. Eg held ad eg eigi aldrei eftir ad venjast thvi ad sja svona mikid folk bua a gotunum og sofa i drullunni a hardri gangstettinni. Skynfaerin fa ekki mikla hvild, indversk tonlist hljomar ur baenamoskum, flautuhljod fra bilum og skellinodrum hljoma stanslaust, reykelsislykt, mengunarlykt fra bilunum, lykt af blomstrandi trjam, rakalykt, hitalykt, allt blandast saman. Hitinn og rakinn eru svolitid erfid fyrir okkur Islendinganna, madur svitnar eins og svin herna!

Ja og svo kannski ad eg segi ykkur adeins fra frekar oskemmtilegri nott sem eg atti. Vid Gudny vorum bunar ad vera voda godar a thvi og pontudum okkur pizzu i gaerkvoldi. Seinna um kvoldid fer eg ad taka eftir nyjum utbrotum a hendinni a mer, ekki moskitobit heldur svona stor raudur flekkur. Svo byrja eg ad bolgna bak vid eyrun og hugsa med mer ad eg se ad fa einhver othaegindi ut af ollum svitanum. Utbrotin staekka og staekka og eg nae ekkert ad sofna fyrir klada. Um tvoleytid hringi eg i David, frekar litil i mer thar sem eg er oll hlaupin upp og eyrun a mer ordin threfold! Er farin ad imynda mer ad eg se komin med Steven Johnsons syndrome eda eitthvad helviti ut af malariulyfjunum sem eg er ad taka. Thannig eg finn til alla sjukratryggingapappira, passann minn, oll lyfin sem eg er ad taka, bolusetningarskirteini, pening o.s.frv. og finn hvar 24 hour service spitalinn i Chennai er stadsettur. Otruleg heppni, hann reynist vera i naestu gotu!! Eg vek Gudny um thrjuleytid og vid lobbum a spitalann. Thar toku hjukkur a moti mer og laeknir kom og kikti a mig mjog fljotlega. Eg var sem sagt komin med bradaofnaemi fyrir einhverju sem eg hafdi bordad. Thannig Kristinu var skellt upp a bekk eftir ad hafa verid hlustud og maeld, og 2 sprautur i mjodmina takk! Steri og ofnaemislyf i aed! 2 minutum seinna aetla eg ad standa upp en tha verdur bara allt svart og eg datt ut. Lyfin hofdu svo sterk sefandi ahrif ad thad leid bara yfir mig og eg vaknadi vid ad thad var verid ad skvetta vatni i andlitid a mer. Thannig ad eg la nokkra tima a spitalanum thar til hausinn a mer var kominn i saemilegt lag aftur. Eg fekk 4 gerdir af lyfjum med mer og lyfjafraedingurinn er ad sjalfsogdu buinn ad tekka hvort thetta se ekki ok. Held ad thetta aetti ad vera i lagi. Er adallega buin ad sofa i dag og utbrotin eru ad ganga til baka. Verd ad passa mig hvad eg borda, er ovon ad borda sveppi og held eg hafi kannski haft ofnaemi fyrir thessum. Thad er sem sagt allt i lagi med mig, ekki hafa ahyggjur.
En nu verd eg ad fara ad borda. Sakna ykkar allra kaeru vinir og otrulegt en satt, eg sakna kuldans heima a Islandi! Kvedja, Kristin Laufey

þriðjudagur, september 20, 2005

Beach house party, flensuskratti og fleira

Okkur var bodid i strandparty hja einum Aiesec trainee um helgina. Strakur fra Brasiliu atti afmaeli og leigdi hus med sundlaug undir herlegheitin. Tharna voru ca 40 manns og heljarinnar stemning. Vid Islendingarnir letum okkar ad sjalfsogdu ekki eftir liggja, sungum afmaelissonginn a islensku asamt fleiri godum logum. ,,Does everybody in Iceland sing so much?" vorum vid spurdar. Erum bunar ad spjalla helling vid adra trainee-a og list bara agaetlega a thetta allt saman herna i Chennai. Madur a tho eftir ad meta hversdagslega hluti miklu betur eftir ad madur kemur heim, t.d. allt hreina vatnid heima og goda matinn.

Sakna thess otrulega ad fa varla kjot herna. Forum i gaer ad borda a 5 stjornu hotel. Thvilikur luxus. Pontudum okkur kaldan bjor fyrir matinn og svo fekk eg mer grilladan kjukling med jogurt sosu. Leid samt pinu eins og Fred Flintstone thegar eg reif i mig kjuklingalaerin med hondunum. A venjulegum veitingahusum er ekki haegt ad panta bjor eda vin med vatnum. Reyndar thekkist lettvin varla her i Chennai. Thad tidkast heldur ekki ad konur reyki eda drekki. Thannig ad pobbarnir eru thettsetnir af karlmonnum en konurnar eru heima, enda thurfa thaer ad vakna snemma til ad elda morgunmat og nesti fyrir manninn sinn, bornin og thaer sjalfar. Sa thetta i hnotskurn i gaer thegar konan sem utvegadi okkur ibudina og byr i husinu okkar, var sein fyrir thegar vid vorum ad fara i skolann taeplega kl. 9. Samt vaknadi hun kl. 5 til ad elda fyrir alla familiuna og gera all klart. Madurinn hennar var rett ad skrida fram ur ruminu thegar vid logdum af stad i skolann. Her i Chennai er lika arranged marriage mjog algeng. Fjolskyldan thin skaffar ther maka ur einhverri annarri fjolskyldu sem theim likar vel vid. Konur mega ekki vera i hnesidum pilsum eda hlyrabolum. Her eru fostureydingar ekki leyfdar. Konur mega ekki horfa i augun a karlmonnum sem thaer maeta, thaer eiga helst ad horfa nidur. Samt eru konur alveg menntadar eins og karlar og kennararnir eru flestir konur (thad er litid mjog mikid upp til kennara her).

Annars er eg buin ad na mer i einhvern halsbolguskratta thannig eg er ekkert serlega hress. Er samt hitalaus ad eg held thannig eg reyni bara ad taka thvi rolega. Eg verd vonandi ordin god a morgun. Aetla ad kenna litlu krokkunum i skolanum ad dansa afrodans! Thetta verdur eitthvad skrautlegt. Gaman samt. Eg er buin ad kenna einhverjum theirra hofud, herdar, hne og taer a ensku og islensku og lika sa eg spoa. Var ad rifja upp Bukollu i gaerkvoldi thegar eg uppgotvadi mer til mikillar skelfingar ad eg mundi varla soguthradinn! Gudny var svo hjalplega ad fylla inn i eydurnar (var alveg buin ad gleyma thessu med balid og litlu skessuna!).

En aetli thetta se ekki komid gott i bili. Endilega veridi dugleg ad kommenta eda senda mer meil. Eg hef mjog gaman af hvoru tveggja. Kvedjur fra Indlandi :)

föstudagur, september 16, 2005

Flutt i nyja ibud

Jaeja, tha erum vid Gudny fluttar i nyja ibud. Einn kennaranna i skolanum minum baud okkur ad vera i ibud sem fraendi hennar a. Ibudin er i sama husi og hun byr i, thvilikt hrein og fin midad vid hina. Vatn allan solarhringinn og vid megum thvo thvott hja kennaranum, nota isskapinn, orbylgjuofninn, tolvuna hennar o.s.frv. Get ekki sagt ad eg hafi saknad hinnar ibudarinnar, eins ogedsleg og hun var. Ja fyrir ykkur sem ekki vita tha er Gudny islensk stelpa sem eg kynntist gegnum Aiesec. Hun er throskathjalfi og er ad vinna i skola fyrir einhverf born her i Chennai. Hun er lika med blogg, www.blog.central.is/countrygirls .
Annars gengur vinnan bara vel. Hef hingad til bara verid ad kynna Island fyrir mismunandi bekkjum. Gengur reyndar stundum pinu erfidlega ad skilja indverska framburdinn, serstaklega thegar krakkarnir tala hvert i kapp vid annad. Konurnar sem kenna i MDA eru alveg frabaerar. Bjoda mer endalaust ad smakka matinn theirra. Flestar eru thaer graenmetisaetur svo maturinn er svolitid odruvisi en kjotaetan Kristin a ad venjast en eg hef tho ekki smakkad neitt vont. Og ekki fengid alvarlega i magann, 7, 9, 13!
Her i Chennai eru 32 Aiesec skiptinemar. Hittum nokkra theirra i gaer. Forum orugglega i einhver ferdalog med theim. En eg verd vist ad fara ad borda e-d. Er buin ad vera allt of lengi i tolvunni... Bless i bili

þriðjudagur, september 13, 2005

Komin til Indlands

Jaeja, hingad komst madur heilu a holdnu. Eg hef fra svo otrulega morgu ad segja ad eg veit ekki hvar eg a ad byrja. Best ad skipta thessu nidur i kafla ef ske kynni ad rafmagnid skyldi fara sem er mjog algengt her um slodir.

Ferdalagid
Vid Gudny flugum fyrst til London thar sem vid gistum yfir nott a odyru hosteli i borginni. Kannski ekki finasta gistingin en agaetis undirbuningur fyrir skitinn i Indlandi. Forum sidan snemma morguninn eftir a Heathrow og tokst otrulegt en satt ad rata i rettar lestir og straeto. Vorum akkurat a finum tima thvi check-in var ad byrja. Flestir i rodinni voru Indverjar og konurnar allar voda finar, klaeddar i sari. Flugvelin kom skemmtilega a ovart. Breidthotan fra British Airways var toluvert ofar i klassa en Iceland Air. Tharna hofdum vid okkar ser flatskja thar sem vid gatum valid a milli 20 biomynda, vid fengum flugsokka, hlif fyrir augun (til ad sofa), teppi, tannbursta og tannkrem, og maturinn var brilljant, kjuklingur, salat med mozarella osti, brownies, twiz og raudvin takk fyrir. Mjog gott. Thegar vid stigum ut ur velinni i Indlandi maetti okkur thessi svaka fukkalykt, enda otrulega mikill raki i loftinu i Chennai. Vid mattum tho bida i klukkutima eftir toskunum okkar sem voru merktar heavy (26 kg) og hafa sennilega lent e-s stadar aftast. Skiptum peningum a vellinum og saum thegar vid toldum peningana ad gaurinn snudadi mig um 200 rupees og Gudnyju um 300 rupees. Thegar hann sa ad vid vorum ad telja peningana for gjaldkerinn alveg i kerfi, kalladi a okkur ad hann hefdi e.t.v. reiknad e-d vitlaust. Hann hefur samt pottthett aetlad ad stinga thessu inn a sig, borgar sig alltaf ad telja.
4 Aiesec krakkar bidu eftir okkur utan vid flugstodina og vid vorum keyrdar i ibudina okkar, threyttar en spenntar yfir ad vera komnar til thessa framandi lands.

Ibudin, kakkalakkarnir og moskitoflugurnar
Thad var ekki beint hreinlaetislykt sem tok a moti okkur thegar vid stigum inn i ibudina okkar. Hun var eiginlega bara skitug, tom og frekar ogedsleg. Thad a reyndar eftir ad thrifa e-d betur, t.d. badid en thad er vist litid haegt ad gera vid kakkalakkaholunum, funu hurdinni, lausa nidurfallinu og margra ara afostum skit a flisum og vaski. Hofum reyndar thjonustustulku sem a ad thrifa daglega ibudina en vid hofum enn ekki hitt hana. Vonandi maetir hun a morgun, annars verdum vid bara ad tala hreingerningarhelgi (erum sko adeins bunar ad thrifa klosett og golf svo vid getum stigid faeti tharna inn). Thad er ekkert heitt vatn, bara kalt og that er bara rennandi vatn milli 6 og halfniu, kvolds og morguns. Ekki haegt ad sturta nidur eda thvo hendur thess i milli. Svolitid annad en madur er vanur heima.
Ja svo eru poddurnar. Vid buum i sambyli med kakkalokkum, kongulom og flugum. Eg er buin ad drepa 4 kakkalakka, syndi thvilika hetjudad thegar eg redst a thann fyrsta med ruslafotu! Their gera manni nu svo sem ekki mein tho their seu ogedslegir. Helv. moskitoflugurnar eru hins vegar bunar ad taka nokkra bita af KLS. 20 bit komin eftir solarhring, thratt fyrir moskitovorn. Liklega af thvi ibudin er svo othett. Thetta smygur alls stadar inn medfram gluggum og hurdum. Er mjog fegin ad vera a malariulyfjum. Tek kannski mynd af handleggjunum a mer sem eru eins og a filamanninum.

Daglegt lif i Chennai
Thad er buid ad vera otrulega heitt og rakt her fyrir okkur Islendingana og lika fyrir infaedda ad manni synist. Ca 35 stiga hiti i dag, sol og raki. Tho hefur ekki rignt neitt sidan degi adur en vid komum. Aiesec krakkarnir eru buin ad vera rosalega naes og hjalpleg, fara med okkur ad versla, kenna okkur ad prutta um auto (leigubilaskellinodru-thrihjol), fylgdu okkur i vinnuna fyrsta daginn o.fl.
Fyrsti vinnudagurinn minn var eiginlega i dag. Hitti skolastjorann i gaer en i dag var eg i kennslustundum. Thetta er skoli med 75 krokkum a aldrinum 6 til 15 og oll eiga thau vid mikla namsordugleika ad strida, flest med dyslexiu. I fyrstu fylgdist eg bara med en svo for eg i tima hja 3 bekkjum og kynnti mig og Island fyrir krokkunum. Thau voru otrulega spennt og toludu hvert i kapp vid annad, sum vildu vita allt um snjoinn (sem thau hafa sennilega flest aldrei sed), onnur vildu heyra mig tala islensku og svo voru sum sem vildu endilega koma vid mig, sja hvernig eg skrifadi o.s.frv. Veit ekki alveg hvernig vinnunni verdur hattad, thau vilja t.d. fa mig til ad kenna dans thannig ad eg keypti disk med afriskri tonlist i gaer. Thetta verdur frekar spes, manneskja fra Islandi ad kenna indverskum bornum afrodans!
Thad er mjog litid af hvitu folki her, hef bara sed 1 hvita manneskju fyrir utan adra Aiesec skiptinema. Goturnar eru samt stappadar af folki. Umferdin er alveg til ad lata mann fa hjartaafall fyrir aldur fram. Bilar, straetoar, autos, skellinodrur, reidhjol, gangandi folk, beljur allt i bland og hver einasti fermeter nyttur. Va thetta er svo allt annar heimur en vid lifum i. Erfitt ad lysa thvi hvernig manni lidur. Finnst thetta samt allt frekar spennandi og svolitil askorun ad vera allt i einu bara einn i 6 milljon manna storborg ad thurfa ad prutta vid autobilstjora og utskyra hvert madur aetlar ad fara thegar their tala sumir hverjir litla sem enga ensku. Allt gengid hingad til thratt fyrir sma krokaleidir. En aetli thetta se ekki komid agaett i bili. Skrifa meira sidar. Kvedja heim a klakann.


þriðjudagur, september 06, 2005

Veðurspáin

Já, já. Ákvað svona að gamni að tékka á veðrinu núna í Chennai. Tók fyrst Fahrenheit gráður fyrir Celcius og komst að þeirri niðurstöðu að KLS myndi bráðna og breytast í fljótandi form innan skamms. Þetta er þó ekki alveg svo slæmt. Ca 30 stiga hiti núna en þrumuveður. Monsoon tímabilið er víst ennþá þarna úti. Maður dressar sig bara í regngalla.

Annars er ég að lesa á fullu um dyslexiu. Búin að lesa góðan túrista-upplýsinga-pakka um Indland. 3 dagar til stefnu. Vííí

fimmtudagur, september 01, 2005

Örlítið um Chennai og undirbúninginn


Chennai er 6 milljón manna borg á suðausturströnd Indlands. Borgin er í héraðinu Tamil Nadu, en sá hluti Indlands varð hvað verst úti þegar flóðbylgjan mikla reið yfir sl. jól. 8000 manns létust og um 300.000 manns misstu heimili sín. Ég sá þessar myndir þegar ég var að googla orðið Chennai. Það verður án efa áhrifamikið að ferðast þar um slóðir og sjá ummerki þessara miklu náttúruafla.

Sagt er að borgin sé ein sú "indverskasta" af öllum borgum í Indlandi, þ.e. þar ríkja ennþá sterkar indverskar hefðir o.s.frv. Hindi er ekki aðaltungumálið eins og víða heldur Tamil, og svo er auðvitað enskan nánast annað móðurmál innfæddra.

Mér skilst að nú sé monsoon tímabil, sem þýðir hiti, raki og rigning. Veðurfarinu hefur verið lýst sem heitu, heitara, heitast þannig ég ætti kannski að fara að undirbúa mig með því að stunda gufuböðin í sundlaugunum.
Ég er alla vega farin að spá svolítið í hverslags föt ég get tekið með. Þarna má víst ekki vera í stuttu eða flegnu, gerviefni eru ekki af hinu góða og helst á maður ekki að vera í hvítu út af rykinu og skítnum. Hugsa reyndar að ég versli mér indverskan sari þegar ég kem út. Fæ vonandi hjálp frá einhverjum infæddum við að læra að vefja þessu 5-9 metra klæði utan um mig og festa án þess að nota svo mikið sem nælu.

Ferða-apótekið fer að verða klárt. Verslaði fyrir 18 þús. krónur áðan, malaríulyf, sýklalyf, hitamæli, acidophilus og fleiri nauðsynjar. Næst á dagskrá er að versla íslenska minjagripi. Svo var mér að detta í hug að ég gæti kannski grafið upp gömul leikföng og tekið með til að gefa krökkunum þarna úti í fátækrahverfunum. Kíki kannski austur á eftir og gramsa í geymslunni. Meira síðar.