Örlítið um Chennai og undirbúninginn
Chennai er 6 milljón manna borg á suðausturströnd Indlands. Borgin er í héraðinu Tamil Nadu, en sá hluti Indlands varð hvað verst úti þegar flóðbylgjan mikla reið yfir sl. jól. 8000 manns létust og um 300.000 manns misstu heimili sín. Ég sá þessar myndir þegar ég var að googla orðið Chennai. Það verður án efa áhrifamikið að ferðast þar um slóðir og sjá ummerki þessara miklu náttúruafla.
Sagt er að borgin sé ein sú "indverskasta" af öllum borgum í Indlandi, þ.e. þar ríkja ennþá sterkar indverskar hefðir o.s.frv. Hindi er ekki aðaltungumálið eins og víða heldur Tamil, og svo er auðvitað enskan nánast annað móðurmál innfæddra.
Mér skilst að nú sé monsoon tímabil, sem þýðir hiti, raki og rigning. Veðurfarinu hefur verið lýst sem heitu, heitara, heitast þannig ég ætti kannski að fara að undirbúa mig með því að stunda gufuböðin í sundlaugunum.
Ég er alla vega farin að spá svolítið í hverslags föt ég get tekið með. Þarna má víst ekki vera í stuttu eða flegnu, gerviefni eru ekki af hinu góða og helst á maður ekki að vera í hvítu út af rykinu og skítnum. Hugsa reyndar að ég versli mér indverskan sari þegar ég kem út. Fæ vonandi hjálp frá einhverjum infæddum við að læra að vefja þessu 5-9 metra klæði utan um mig og festa án þess að nota svo mikið sem nælu.
Ferða-apótekið fer að verða klárt. Verslaði fyrir 18 þús. krónur áðan, malaríulyf, sýklalyf, hitamæli, acidophilus og fleiri nauðsynjar. Næst á dagskrá er að versla íslenska minjagripi. Svo var mér að detta í hug að ég gæti kannski grafið upp gömul leikföng og tekið með til að gefa krökkunum þarna úti í fátækrahverfunum. Kíki kannski austur á eftir og gramsa í geymslunni. Meira síðar.
3 Comments:
Mæli með gallapilsinu :p
hæ sæta
hvað verðurðu lengi? og hvenær er best að koma í heimsókn?
ef ég fer að heimsækja katrínu þá verð ég hvort eð er búin að fara í flestar þessar sprautur - um að gera að nota tækifærið...
góðar stundir mín kæra
góða ferð! Þetta verður án efa lærdómsríkt. Bíð spennt eftir að heyra hvernig er að vera þarna.
KV
Heiðdis
Skrifa ummæli
<< Home