þriðjudagur, september 13, 2005

Komin til Indlands

Jaeja, hingad komst madur heilu a holdnu. Eg hef fra svo otrulega morgu ad segja ad eg veit ekki hvar eg a ad byrja. Best ad skipta thessu nidur i kafla ef ske kynni ad rafmagnid skyldi fara sem er mjog algengt her um slodir.

Ferdalagid
Vid Gudny flugum fyrst til London thar sem vid gistum yfir nott a odyru hosteli i borginni. Kannski ekki finasta gistingin en agaetis undirbuningur fyrir skitinn i Indlandi. Forum sidan snemma morguninn eftir a Heathrow og tokst otrulegt en satt ad rata i rettar lestir og straeto. Vorum akkurat a finum tima thvi check-in var ad byrja. Flestir i rodinni voru Indverjar og konurnar allar voda finar, klaeddar i sari. Flugvelin kom skemmtilega a ovart. Breidthotan fra British Airways var toluvert ofar i klassa en Iceland Air. Tharna hofdum vid okkar ser flatskja thar sem vid gatum valid a milli 20 biomynda, vid fengum flugsokka, hlif fyrir augun (til ad sofa), teppi, tannbursta og tannkrem, og maturinn var brilljant, kjuklingur, salat med mozarella osti, brownies, twiz og raudvin takk fyrir. Mjog gott. Thegar vid stigum ut ur velinni i Indlandi maetti okkur thessi svaka fukkalykt, enda otrulega mikill raki i loftinu i Chennai. Vid mattum tho bida i klukkutima eftir toskunum okkar sem voru merktar heavy (26 kg) og hafa sennilega lent e-s stadar aftast. Skiptum peningum a vellinum og saum thegar vid toldum peningana ad gaurinn snudadi mig um 200 rupees og Gudnyju um 300 rupees. Thegar hann sa ad vid vorum ad telja peningana for gjaldkerinn alveg i kerfi, kalladi a okkur ad hann hefdi e.t.v. reiknad e-d vitlaust. Hann hefur samt pottthett aetlad ad stinga thessu inn a sig, borgar sig alltaf ad telja.
4 Aiesec krakkar bidu eftir okkur utan vid flugstodina og vid vorum keyrdar i ibudina okkar, threyttar en spenntar yfir ad vera komnar til thessa framandi lands.

Ibudin, kakkalakkarnir og moskitoflugurnar
Thad var ekki beint hreinlaetislykt sem tok a moti okkur thegar vid stigum inn i ibudina okkar. Hun var eiginlega bara skitug, tom og frekar ogedsleg. Thad a reyndar eftir ad thrifa e-d betur, t.d. badid en thad er vist litid haegt ad gera vid kakkalakkaholunum, funu hurdinni, lausa nidurfallinu og margra ara afostum skit a flisum og vaski. Hofum reyndar thjonustustulku sem a ad thrifa daglega ibudina en vid hofum enn ekki hitt hana. Vonandi maetir hun a morgun, annars verdum vid bara ad tala hreingerningarhelgi (erum sko adeins bunar ad thrifa klosett og golf svo vid getum stigid faeti tharna inn). Thad er ekkert heitt vatn, bara kalt og that er bara rennandi vatn milli 6 og halfniu, kvolds og morguns. Ekki haegt ad sturta nidur eda thvo hendur thess i milli. Svolitid annad en madur er vanur heima.
Ja svo eru poddurnar. Vid buum i sambyli med kakkalokkum, kongulom og flugum. Eg er buin ad drepa 4 kakkalakka, syndi thvilika hetjudad thegar eg redst a thann fyrsta med ruslafotu! Their gera manni nu svo sem ekki mein tho their seu ogedslegir. Helv. moskitoflugurnar eru hins vegar bunar ad taka nokkra bita af KLS. 20 bit komin eftir solarhring, thratt fyrir moskitovorn. Liklega af thvi ibudin er svo othett. Thetta smygur alls stadar inn medfram gluggum og hurdum. Er mjog fegin ad vera a malariulyfjum. Tek kannski mynd af handleggjunum a mer sem eru eins og a filamanninum.

Daglegt lif i Chennai
Thad er buid ad vera otrulega heitt og rakt her fyrir okkur Islendingana og lika fyrir infaedda ad manni synist. Ca 35 stiga hiti i dag, sol og raki. Tho hefur ekki rignt neitt sidan degi adur en vid komum. Aiesec krakkarnir eru buin ad vera rosalega naes og hjalpleg, fara med okkur ad versla, kenna okkur ad prutta um auto (leigubilaskellinodru-thrihjol), fylgdu okkur i vinnuna fyrsta daginn o.fl.
Fyrsti vinnudagurinn minn var eiginlega i dag. Hitti skolastjorann i gaer en i dag var eg i kennslustundum. Thetta er skoli med 75 krokkum a aldrinum 6 til 15 og oll eiga thau vid mikla namsordugleika ad strida, flest med dyslexiu. I fyrstu fylgdist eg bara med en svo for eg i tima hja 3 bekkjum og kynnti mig og Island fyrir krokkunum. Thau voru otrulega spennt og toludu hvert i kapp vid annad, sum vildu vita allt um snjoinn (sem thau hafa sennilega flest aldrei sed), onnur vildu heyra mig tala islensku og svo voru sum sem vildu endilega koma vid mig, sja hvernig eg skrifadi o.s.frv. Veit ekki alveg hvernig vinnunni verdur hattad, thau vilja t.d. fa mig til ad kenna dans thannig ad eg keypti disk med afriskri tonlist i gaer. Thetta verdur frekar spes, manneskja fra Islandi ad kenna indverskum bornum afrodans!
Thad er mjog litid af hvitu folki her, hef bara sed 1 hvita manneskju fyrir utan adra Aiesec skiptinema. Goturnar eru samt stappadar af folki. Umferdin er alveg til ad lata mann fa hjartaafall fyrir aldur fram. Bilar, straetoar, autos, skellinodrur, reidhjol, gangandi folk, beljur allt i bland og hver einasti fermeter nyttur. Va thetta er svo allt annar heimur en vid lifum i. Erfitt ad lysa thvi hvernig manni lidur. Finnst thetta samt allt frekar spennandi og svolitil askorun ad vera allt i einu bara einn i 6 milljon manna storborg ad thurfa ad prutta vid autobilstjora og utskyra hvert madur aetlar ad fara thegar their tala sumir hverjir litla sem enga ensku. Allt gengid hingad til thratt fyrir sma krokaleidir. En aetli thetta se ekki komid agaett i bili. Skrifa meira sidar. Kvedja heim a klakann.


7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I like your blog, care to take a look at mine? It covers mostly kid adhd related stuff.

It's a kid adhd site/blog.

Would appreciate your kind words.

13/9/05 13:25  
Anonymous Nafnlaus said...

húff þetta er sko rosalegt! Fyrsta sem mér datt í hug var "er sem sagt ekki hægt að fara í sturtu?" Gaman að lesa þetta, vonandi gengur allt vel hjá þér í þessu ævintýri og ekki láta pretta þig!
Kv
Heiðdís

13/9/05 16:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fylgjast með þér. Vonandi fa flugurnar leið a þér. Ég hefði kanski átt að æfa þig í íslenskum vikivökum í bernsku....
Njóttu augnabliksins.
kv. mamma :)

13/9/05 16:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér, og gott að ferðalagið gekk vel. Vonandi fara moskítóflugurnar að verða búnar að fá nægju sína. Gangi þér vel með allt saman :)
kv. Óli bróðir

13/9/05 21:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér allt í haginn þarna í "langtíburtistan" kæra frænka! Kveðja Eyrún!

13/9/05 22:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ..
Sophie var að benda mér á heimasíðuna þína. Ég missti alveg af því að kveðja þig þar sem þú varst stungin af til Indlands þegar ég kom heim frá Köben. Hafðu það sem allra best á þessum framandi slóðum. Gaman að fylgjast með þér.

Kveðja,
Guðrún Anna

14/9/05 12:39  
Blogger Kristin Laufey said...

Takk fyrir kvedjurnar allir :)

16/9/05 14:06  

Skrifa ummæli

<< Home