fimmtudagur, september 22, 2005

Skolinn og indversk heilbrigdisthjonusta

Jaeja, eg var ordin skarri af halsbolgunni i gaer og for i skolann. Fattadi samt ekki ad skolinn a engan geislaspilara thannig eg gat ekki notad geisladiskinn med afrotonlistinni. Var thvi megnid af timanum ad fylgjast med kennslu og taka thatt i umraedum um kennsluefnid thar sem Island blandadist inn i. T.d. i science timanum var verid ad tala um umhverfid og mengun i heiminum. Eg sagdi theim ad thad vaeri frekar litil mengun a Islandi thar sem vid hefdum svo faar verksmidjur en Islendingar aettu tho mjog mikid af bilum midad vid folksfjolda og talsverd mengun kaemi fra theim. Vedurfarid vaeri lika ad breytast, t.d. vaeru skidasvaedin varla opin yfir veturinn thvi snjoinn vantadi. Thad er svo gaman ad segja fra ollu. Engin krakkanna eda kennaranna hefur sed snjo. Hversdagslegir hlutir fyrir okkur eru aevintyri fyrir theim. Eg er buin ad eyda miklum tima i ad utskyra thad hvernig vid hitum husin okkar med heita vatninu og syna theim fullt af myndum af fallega landinu okkar. Svo er eg buin ad vera ad teikna myndir af snjokalli, snjostigvelum, trefli, kuldagalla, trjam med engin lauf o.fl. en allt er thetta framandi fyrir krokkunum. I gaer vildu thau lika endilega ad eg syngi islenska thjodsonginn! Thad skipti engu tho eg segdi ad thad vaeri eiginlega omogulegt ad syngja hann, eg neyddist til ad gera mitt besta. Skipti um tontegund i midju lagi til ad na efstu tonunum en hvad um thad! Eg er alltaf ad sja thad betur og betur ad ekkert sem madur laerir gegnum aevina er gagnslaust. Thannig hef eg undanfarna daga thurft ad rifja upp heilmikla landafreaedi, jardfraedi, sogu og ymislegt fleira, kannski hlutir sem madur laerdi i grunnskola en hefur litid spad i undanfarin ar. Meira segja barnalog sem madur laerdi i sunnudagaskolanum og sogur sem manni voru sagdar sem barn geta nyst manni herna. Svo er lika gaman ad raeda vid kennarana. Her byrjar folk a ad mennta sig, faer ser svo vinnu og sidan giftir thad sig. Ekki fyrr en eftir thad geta karl og kona buid saman og born eru audvitad ekki inni i myndinni fyrr en eftir giftingu. Skilnadir eru lika afar sjaldgaefir. Thannig vid virkum otrulega frjalsleg heima a klakanum i samanburdi vid thau, med alla okkar skilnadi, ovigdar sambudir, born utan hjonabands o.s.frv. Eg hef samt aldrei ordid vor vid hneykslun hja theim eda eitthvad thviumlikt, bara ahuga og skilning a thvi ad hlutirnir seu odruvisi i mismunandi heimshlutum. Otrulega gaman ad fa svona innsyn i theirra heim. Held ad madur upplifi adra hluti en ef eg vaeri bara ferdamadur a 5 stjornu hoteli.

I hvert sinn sem eg fer ut a gotu staekka augun um helming og madur hefur varla undan ad horfa i kringum sig. Svo otrulega mikid af folki ut um allt, beljur a midri gotunni, asnar, gotusalar, betlarar og inn a milli rosa flottir bilar. Oft otrulegar andstaedur og mikid bil a milli rikra og fataekra. Eg held ad eg eigi aldrei eftir ad venjast thvi ad sja svona mikid folk bua a gotunum og sofa i drullunni a hardri gangstettinni. Skynfaerin fa ekki mikla hvild, indversk tonlist hljomar ur baenamoskum, flautuhljod fra bilum og skellinodrum hljoma stanslaust, reykelsislykt, mengunarlykt fra bilunum, lykt af blomstrandi trjam, rakalykt, hitalykt, allt blandast saman. Hitinn og rakinn eru svolitid erfid fyrir okkur Islendinganna, madur svitnar eins og svin herna!

Ja og svo kannski ad eg segi ykkur adeins fra frekar oskemmtilegri nott sem eg atti. Vid Gudny vorum bunar ad vera voda godar a thvi og pontudum okkur pizzu i gaerkvoldi. Seinna um kvoldid fer eg ad taka eftir nyjum utbrotum a hendinni a mer, ekki moskitobit heldur svona stor raudur flekkur. Svo byrja eg ad bolgna bak vid eyrun og hugsa med mer ad eg se ad fa einhver othaegindi ut af ollum svitanum. Utbrotin staekka og staekka og eg nae ekkert ad sofna fyrir klada. Um tvoleytid hringi eg i David, frekar litil i mer thar sem eg er oll hlaupin upp og eyrun a mer ordin threfold! Er farin ad imynda mer ad eg se komin med Steven Johnsons syndrome eda eitthvad helviti ut af malariulyfjunum sem eg er ad taka. Thannig eg finn til alla sjukratryggingapappira, passann minn, oll lyfin sem eg er ad taka, bolusetningarskirteini, pening o.s.frv. og finn hvar 24 hour service spitalinn i Chennai er stadsettur. Otruleg heppni, hann reynist vera i naestu gotu!! Eg vek Gudny um thrjuleytid og vid lobbum a spitalann. Thar toku hjukkur a moti mer og laeknir kom og kikti a mig mjog fljotlega. Eg var sem sagt komin med bradaofnaemi fyrir einhverju sem eg hafdi bordad. Thannig Kristinu var skellt upp a bekk eftir ad hafa verid hlustud og maeld, og 2 sprautur i mjodmina takk! Steri og ofnaemislyf i aed! 2 minutum seinna aetla eg ad standa upp en tha verdur bara allt svart og eg datt ut. Lyfin hofdu svo sterk sefandi ahrif ad thad leid bara yfir mig og eg vaknadi vid ad thad var verid ad skvetta vatni i andlitid a mer. Thannig ad eg la nokkra tima a spitalanum thar til hausinn a mer var kominn i saemilegt lag aftur. Eg fekk 4 gerdir af lyfjum med mer og lyfjafraedingurinn er ad sjalfsogdu buinn ad tekka hvort thetta se ekki ok. Held ad thetta aetti ad vera i lagi. Er adallega buin ad sofa i dag og utbrotin eru ad ganga til baka. Verd ad passa mig hvad eg borda, er ovon ad borda sveppi og held eg hafi kannski haft ofnaemi fyrir thessum. Thad er sem sagt allt i lagi med mig, ekki hafa ahyggjur.
En nu verd eg ad fara ad borda. Sakna ykkar allra kaeru vinir og otrulegt en satt, eg sakna kuldans heima a Islandi! Kvedja, Kristin Laufey

8 Comments:

Blogger lkristin said...

Ótrúlega gaman að fá að fylgjast með öllum ævintýrunum hjá þér frænka. Bíð alltaf spennt eftir nýjum pistli. Gangi þér allt í haginn og passaðu þig á sveppunum :o)

22/9/05 18:18  
Blogger ~ritarinn said...

ég var að ræða trúmál við indverjana mína í gær fram á rauða nótt. virkilega spes munurinn á ísl. og ind.

23/9/05 13:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Amma tin var alveg viss tegar hun vaknadi ad tu vaerir eitthvad veik. " Vonandi veikist nu Kristin min ekki alvarlega tarna uti " sagdi hun vid sjafa sig.
Ingolfsfjallid var alveg hvitt i morgun , en nu eru tad bara topparnir.
Gangi ter vel ad hressast elskan :)
mamma

23/9/05 14:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi batnar þér fljótt. Líklega hafa þetta verið sveppirnir á pizzunni, því þú ert ekki vön að borða mikið af þeim.

Héðan er allt gott að frétta. Við erum búin að fá að vita að við fáum nýja húsið 2 mánuðum á eftir áætlun, eða 15. janúar. Bestu kveðjur frá okkur Ólöfu og Bonna :)
Óli bróðir.

23/9/05 17:07  
Anonymous Nafnlaus said...

búnað komast á spítala og allt! vonað doksarnir hafi farið vel með þig... var einmitt að klára kúrs í dag í ofnæmisfræði og sýkingum og svoleiðis... ýkt glöð með það... gangi þér sem best og það er ofsa gaman að lesa um líf þitt í indlandi, rosalega skemmtileg frásgögn. kv heiðdís... (dr.Dí)

23/9/05 17:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonadi er þér batnað :) Gaman að fylgjast með þér...þvílíkt ævintýri þarna í útlandinu. Kveðja, Guðrún Anna

23/9/05 23:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Klaufey mín :) Gaman að lesa bloggið þitt og fá að skyggnast smá inn í ævintýralífið sem þú ert að upplifa! Gott að allt fór vel með sveppaofnæmið, ég sem elska svo sveppi. En varðandi kuldann hér þá mundi ég ekki sakna hans. Hann er óbærilegur og gæfi ég allt fyrir allavega að vera í aðeins fleiri gráðum en eru ríkjandi hér. Kv. Sara

24/9/05 14:23  
Blogger Kristin Laufey said...

Takk fyrir oll kommentin :) Thad er virkilega gaman ad vita til thess ad thad seu svona margir ad fylgjast med manni.
Eg er ordin hress sem fress, oll utbrot a bak og burt og meira ad segja moskitobitunum fer faekkandi!
Kvedja,
KLS

26/9/05 12:02  

Skrifa ummæli

<< Home