mánudagur, september 26, 2005

Strandferd sem vard ad enn einu menningarsjokkinu

Best ad byrja a thvi ad lata vita ad eg er alveg ordin hress og hef ekki fengid frekara ofnaemi. Aetla samt ad reyna ad utvega mer fleiri ofnaemistoflur til ad ganga med a mer, til vonar og vara. Vid tokum thvi rolega um helgina enda var hitinn obaerilegur a laugardaginn. 40 stiga hiti hljomar kannski sem eyrnakonfekt i eyrum Islendinga en truid mer, thegar madur tharf ad klaedast siderma og sidbuxum ollum stundum er hann ekki svo aeskilegur. Vid forum ut ad borda a voda finan italskan stad a laugardagskvoldid og eg get ekki lyst thvi hvad thad var gott ad fa lasagna sem smakkadist naestum eins vel og 1944 lasagnad heima!
A sunnudaginn akvadum vid Gudny ad tolta a strondina. Janiki, konan sem byr fyrir nedan okkur hardbannadi okkur reyndar ad fara fyrr en eftir halffjogur. Sagdi hitann allt of mikinn fyrir thann tima. Thad er ekki nema 20 minutna ganga a strondina hja okkur. Vid vorum bunar ad heyra af thessari fallegu, longu, hvitu strond en Marina beach i Chennai er su naest staersta i heimi. Synin sem tok vid thegar glitti i sjoinn var kannski adeins odruvisi en madur hafdi gert ser i hugarlund. Serstaklega svona thegar lyktin fylgir med. Strondin er nefnilega ekki svo ykja hrein! Vid thraeddum gaumgaefilega geitaskit, hundaskit, fuglaskit og poddur thar til vid fundum tiltolulega hreinan sand ad labba a! (Haettum okkur tho ekki ur sandolunum!) Medfram strandlengjunni voru hrorlegir kofar eda tjold sem folk byr i. Enn eitt fataekrahverfid. Thar bua allir saman i einni kos, menn, haenur, geitur, hundar og eflaust einhver fleiri dyr. Um leid og vid hvitingjarnir birtumst hopudust ad okkur born ad betla. Einu ordin sem thau kunnu voru money og no. Thannig reyndum vid ad thraeda okkur afram eftir strandlengjunni med bornin hangandi i pilsfaldinum, rifandi i hendurnar a manni og oll oskrandi money. Ja betlararnir her eru vaegast sagt agengir. Gomul kona med staf elti okkur lika a rondum og vid vorum bunar ad fara i svona 30 attur og hringi thegar vid hun loksins gafst upp. Tho madur gladur vildi gefa thessum greyjum nokkrar rupees tha thydir thad ekkert. Thad eru bara svo rosalega margir betlarar ad vid yrdum liklega bara kaffaerdar og kaemumst aldrei i burtu fra theim. En thad voru ekki bara betlarar a strondinni. Tharna voru lika krakkar ad spila krikket, menn og konur ad selja fisk sem their hofdu veitt fyrr um daginn og svo audvitad urmull af fjolskyldum i sunnudags-strandferd. Eg vissi varla ad thad vaeri til svona mikid af folki! Vid fengum svo mikla athygli, eina hvita folkid a stadnum og jafnframt lang minnst klaedda folkid a svaedinu! Hrikalega djarfar ad klaedast hlyrabol og hnesidum pilsum! Hvad eftir annad er folk ad spyrja mann ad nafni, fa ad taka i hondina a manni, taka mynd o.s.frv. Eg er orugglega ad gleyma einhverju fleiru sem vid upplifdum, thetta var bara svo otrulega framandi og spes allt saman og i svo miklum skammti a stuttum tima. En thad eru einmitt svona hlutir sem halda manni gangandi og minna mann a hversu ometanleg reynsla thessi timi verdur.
Jaeja, alltaf tharf eg ad skrifa allt of mikid. Vona ad thid nennid samt ad lesa thetta. Kvedja hedan ur sudaustri.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Houston Chronicle recruits bloggers to help cover storm
The Houston Chronicle set up a special Weblog to cover Hurricane Rita written by about a dozen hand-picked readers - and posted unedited.
Hi, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

I have a costa blanca package holiday site. It pretty much covers costa blanca package holiday related stuff.

Come and check it out if you get the time :-)

26/9/05 12:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Klukk!

Sjá http://www.blog.central.is/hvanneyrun

27/9/05 21:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að lesa pistlana þína.
Það er víst eins gott að hafa indversku aðferðina og taka einn dag í einu þegar áreitið er mikið.
Lifðu í lukku elskan.
mamma

28/9/05 20:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ takk fyrir að skrifa á síðuna okkar. Við verðum í Indlandi í október og nóvember. Það væri gaman að hitta ykkur, verðum endilega í sambandi. Ertu með e-mail sem við gætum sent á. Mitt er gunnimagg@gmail.com.

Kv. Gunnar og Jóna

29/9/05 09:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Kristín mín.
Gaman að fylgjast með þessari stórkostleu upplifun í langtíburtulandi. Ekki hafa áhyggjur af of löngum skrifum...skrifaðu bara meria og meira og meira það er svo gaman að lesa. Allt gott að frétta héðan..hrikalega kalt úti..kaldasti september í 180 ár held ég að þeir segi.
Geta ekki einusinni sett upp snjóframleiðsluvélina í Hlíðarfjalli.....útaf snjó!!

Jæja..bestu kveðjur og vonandi heldur allt áfram að ganga vel.

29/9/05 13:23  

Skrifa ummæli

<< Home