þriðjudagur, október 18, 2005

Veikindi og snemmbuin heimferd

Eg er buin ad hafa svolitid meiri tima i tolvunni en venjulega og thess vegna er eg ad hruga inn a bloggid. Fekk einhverja virkilega leidinlega viruspest sem er ad ganga her i Chennai og er buin ad vera mjog lasin i nokkra daga. Eg fae nanast aldrei hita en a laugardagsmorgninum var eg komin med hita sem sidan haekkadi bara og haekkadi. Allan sunnudaginn var eg med taepl. 40 stiga hita thratt fyrir ad eta paracetamol a 4ra tima fresti og eg atti ordid virkilega erfitt med andardratt, hostadi og hostadi. Kofsveitt, andstutt og mattlaus drusladist eg upp a Isabel hospital, i annad sinni fra thvi eg kom til Chennai. Hjukkan thar mundi eftir mer fra thvi sidast og brosti voda mikid til min. Eftir ad laeknirinn hafdi skodad mig og hjukkan maelt mig var mer skipad upp i rum og hvad haldid thid..... ju, aftur fekk KLS sprautu i rassinn! Thau sogdu ad thad vaeri naudsynlegt ad na hitanum nidur aftur thannig ad eg gat litid gert annad en taka a moti enn einu lyfinu i bossann. Ekki gott. Hjukkan spurdi mig svo hvort eg vildi ad hun setti upp nal svo thad vaeri audveldar ad gefa mer lyf i aed! 10 minutum adur hafdi laeknirinn sagt ad thessi pest vaeri ekki svo alvarleg! Eg helt nu ekki. "No, no, I don't like injections. I want tablets. This is enough for me thank you." Langadi ekki ad fara ad liggja tharna a stofu med 2 odrum veikum einstaklingum, serstaklega eftir ad laeknirinn hafdi sagt ad eg fengi nokkur lyf og myndi bara liggja roleg i nokkra daga, tha yrdi eg fin. Aftur var Gudny send i apotekid og kom aftur med 4 mism. lyf i poka. Nuna er sem sagt thridjudagur, eg er ordin hitalaus en enntha drulluslopp og hostandi. Thannig eftir miklar vangaveltur og samraedur vid David og mommu tha hef eg akvedid ad koma mer heim i naestu viku. Madur verdur berskjaldadri fyrir sykingum eftir ad hafa verid svona mikid veikur og sykingar verda miklu tidari her thegar regntimabilid stendur yfir. Mig langar ekki ad lenda enn eina ferdina uppi a spitala. Audvitad finnst mer rosalega leidinlegt ad geta ekki skodad mig meira um og gert meira i skolanum en thad verdur bara ad hafa thad. Thad er ekki thad skemmtilegasta ad vera veikur her. Ekkert sjonvarp, ekkert heitt vatn sem thydir engin sturta thegar madur er veikur, enginn til ad hjukra manni o.s.frv. En thad verdur voda gott ad koma heim og hitta folkid mitt aftur. Eg er samt thakklat fyrir thennan tima sem eg hef verid her. Mer finnst eg hafa laert heilmikid og sed otrulega margt nytt a thessum tima. Eg veit lika ad bornin i skolanum hofdu mjog gaman af thvi ad fa svona "gestakennara" fra framandi landi tho thetta hafi verid heldur stutt. Eg kem sem sagt ad kvoldi 26. oktober til Keflavikur eftir taepl. solarhringsferdalag. Er strax farin ad lata mig dreyma um ymsan mat, heita sturtu, islenskt vatn, malt og appelsin o.fl.
Alla vega, margt fer odruvisi en aetlad var. Sjaumst a Islandi :)

Regntimabilid

Adur eg kom til Indlands helt eg ad regntimabilid staedi yfir i agust og myndi vera fram i byrjun oktober. Thad kom mer thess vegna svolitid a ovart ad thad skildi bara alls ekki rigna neitt tharna kringum 11. september. Vid drogum tha alyktun ad regntimabilid vaeri buid og vorum voda sattar ad sleppa vid rigninguna. Heyrdum reyndar sidar fra Indverjunum ad their voru ekki eins gladir med thetta, enda afar mikill vatnsskortur her a slodum og folkid gratbidur um rigningu. Fyrir rumri viku for hins vegar ad rigna aftur. Tha eru vist tvo regntimabil. Sudur-monsoon og nordur-monsoon. Thetta timabil getur thess vegna varad fram i desember. Rigningin var svo mikil i sidustu viku ad ekki var haegt ad fara ut i 2 daga. Skolinn atti svo ad byrja aftur hja mer a fimmtudeginum og lagdi eg ad sjalfsogdu samviskusamlega af stad i vinnuna, eftir inniveru i 2 daga. Thad var ekkert svo mikid vatn i hverfinu sem vid buum i nuna. Vissulega voru pollarnir margfalt staerri en madur ser a Islandi en ekkert yfirstiganlegt. Eftir thvi sem auto-bilstjorinn keyrdi lengra tok hins vegar vatnsbordid ad haekka. Fyrst var folkid ad vada vatn upp ad okla. Svo upp ad kalfum og loks upp ad hnjam. "You know how to swim?" spurdi bilstjorinn mig og eg svaradi med thvi ad kinka kolli og hlaegja taugaveiklunarhlatri. Ja og fyrir ykkur sem vitid ekki hvernig auto litur ut, tha eru thetta dieselknuin thrihjol, med engum hurdum, thvilikt havaer og mengandi og madur hossast eins og a brokkandi hesti. Otrulegt en satt tha mjakadist autoinn i gegnum vatnsflauminn. Afar haegt en faerdist tho ur stad. Sma vatn inn i bilinn en eg bara lyfti loppunum. Svo thegar eg loksins kom i skolann var enginn skoli ut af ollu vatninu en thad hafdi gleymst ad lata mig vita. Frabaert alveg. Thannig thad var um litid annad ad raeda en mjakast aftur heim i rolegheitunum.

mánudagur, október 17, 2005

Danshatidin og formal dinner

Vid komum til baka ur ferdalaginu a fimmtudegi. A fostudeginum, eda degi sidar var svona formlegur kvoldverdur og annual buisness meeting hja Aiesec. Thar var dresscode, annad hvort formal dress eda sari. Thar sem eg tok engin fin fot med mer og ekki Gudny heldur akvadum vid ad fara i sariunum okkar sem vid keyptum i ferdinni. Thannig ad a fostudeginum vorum vid alveg a hlaupum vid ad finna "ready-made" blussu undir sari-inn og undirpils. Thraeddum hverja budina a faetur annarri. Fundum loksins bud sem seldi thetta en erfidara var ad finna eitthvad sem passadi. Skelltum okkur a sitthvort settid og half hlupum heim a leid enda varla mikid meira en klukkutimi i matinn. Vid hofdum aetlad ad bidja Janiki, kennarann sem eg vinn med og bjo i sama husi, ad hjalpa okkur ad vefja sari-inn en hun var ekki heima. Hringdum i Aiesec-krakka og a endanum komu 3 elskulegar stelpur og klaeddu okkur i. Thad er ekkert sma mal ad vefja thessa 6 metra af silki. Efast um ad eg nai einhvern timann tokum a thvi. Vid maettum i dinnerinn rett adur en allt byrjadi, glansandi finar i silkisariunum okkar. Thad er nu samt sidur en svo audvelt ad klaedast thessu. Manni er otrulega heitt og thetta er alltaf eins thetta se ad detta nidur um mann (eda eg amk hafdi thad a tilfinningunni). Thannig ad um leid og matnum lauk rukum vid Gudny heim a leid ad skipta um fot.

Vid hittum svo adra traineea thegar vid vorum komnar i gallabuxur og bol og forum med theim a danshatid i George Town (hverfi i Chennai). Thad var buid ad strengja duk a milli husa thannig ad ein stutt gata var ordin ad nokkurs konar storum sal. Vid maettum a svaedid og vissum ekkert a hverju vid attum von, heldum ad vid vaerum ad fara ad horfa a einhverja dansa. En nei, okkur var skipad ur skonum, doppa malud a ennid a okkur og svo var okkur ytt inn i hringinn (folkid dansadi i einum storum hring eda nokkurs konar halarofu). Vid vissum nu varla hvad vid attum ad gera, reyndum eitthvad ad dilla okkur eftir tonlistinni en hofum orugglega verid frekar fyndin sjon. Eftir 2-3 hringi var thetta nu samt ordid lettara, eg var buin ad na thessum serstaka takti og gat a.m.k. hermt nokkurn veginn eftir danssporunum sem flestir voru ad gera. Tha var mer kippt i einhvern innri hring thar sem eg laerdi 2 ny dansspor til vidbotar. Eg skemmti mer konunglega. Eg elska ad dansa og thad er svo gaman um leid og madur naer sma tokum a sporunum. Lika gaman ad eftir thetta var folk ad hrosa mer fyrir dansinn, tho thad hafi e.t.v. bara verid fyrir kurteisissakir. Thad var tekid sma hle og allir fengu 2 prik i hendurnar. Svo voru strakarnir latnir vera i ytri hring og stelpurnar innri hring og nu attu allir ad dansa med thvi ad sla saman prikunum eftir akvedinni reglu. Stelpurnar faerdu sig sidan um 1 saeti eftir hvern takt. Thetta hefdi kannski ekki verid mikid mal ef allir hefdu gert eins. En nei nei, audvitad hafdi hver og einn sina skodun a thvi hvernig atti ad gera thetta thannig eg thakka bara fyrir ad hafa ekki slasad einhvern med thvi ad berja prikunum i hausinn eda eitthvad alika. Vid heldum heim a leid ca kl. 3 um nottina, alveg bunar a thvi en samt i saeluvimu, thetta var svo gaman.

Restin af ferdalagsblogginu

Verd ad klara ad segja fra ferdalaginu okkar Gudnyjar i nokkrum ordum. Thetta var otrulegt aevintyri. Madur kann svo miklu betur ad meta einfoldustu hluti, eins og t.d. vatnsklosett eftir svona reisu. Tharna hafdi madur yfirleitt ekki um margt annad ad velja en "indian style" holu i jordina. Sum voru svo vidbjodslega ogedsleg ad eg a erfitt med ad lysa thvi. Vildi stundum oska thess ad eg vaeri ekki svona lyktnaem. Thakka samt fyrir goda sjon (sem bjargar manni fra thvi ad stiga i eitthvad sem madur vill ekki stiga i!!). Svo var thad annad ad vid thurftum alltaf ad suda i guide-inum ad gera klosettstopp. Thad maetti halda ad Indverjar thurfi aldrei ad pissa, a.m.k. fannst honum alveg edlilegt ad keyra i 5 klukkutima an thess ad ihuga stopp!

Vid keyrdum i gegnum thjodgard med villtum dyrum, Mudumalai Wildlife Sanctuary. Thar saum vid villtan fil (ja i eintolu), fullt af dadyrum, pafugla, og helling af opum. Thvi midur saum vid engin tigrisdyr. Naestsidasta degi ferdarinnar vordum vid i pinulitlu thorpi sem kallast Hogenakkal. Thorpid stendur vid fljot og handan vid fljotid er frumskogur. Thar lengst inni bua einhverjir aettbalkar eda tribal people. Thegar vid maettum a svaedid sagdi fararstjorinn okkur ad passa ad hafa gluggana alltaf lokada, annars myndu aparnir fara inn i herbergid okkar. Tharna voru sem sagt ekki flugnanet heldur apanet. Vid haettum okkur nu samt ut a svalir, bara adeins ad kikja a apana sem vissulega voru allt i kring. Eftir ad hafa bordad enn einn nudluskammtinn helt hopurinn i att ad fljotinu thar sem bodid var upp a siglingu i bambusbatum. Thetta eru kringlottir batar vafdir ur bambus og straum, mjog svo valtir og alls ekki traustvekjandi ad mati KLS! Vid haettum okkur tho i tha og sigldum ad 2 fossum. Fararstjorinn var buinn ad tala um ad vatnid vaeri mjog hreint og ad vid gaetum badad okkur i fossinum. Thad ber hins vegar ad skoda ad hreint a maelikvarda Indverja er skitugt a okkar islenska maelikvarda. Drullubrunt vatnid virkadi ekki gedslegra en svo ad eg hafdi ekki lyst a ad dyfa litlu tanni ofan i thad!! Eg missti reyndar af thvi ad sja einn foss i navigi en til thess hefdi eg thurft ad vada upp ad hnjam. No thank you, no thank you, just enjoying the view from here, thurfti eg ad endurtaka hvad ofan i annad thar sem eg med min 30 moskitobit vildi ekki taka sensa fyrir 1 litinn foss (a islenskan maelikvarda). En thetta var virkilega nice dagur og gaman ad profa thessa undirskala-bata tho littla hjartad i KLS hafi tekid nokkur aukaslog a koflum thegar baturinn ruggadi helst til mikid.

Vid Gudny erum mjog heppnar ad hafa fengid thetta fri og getad ferdast svona. Margir traineear thurfa jafnvel ad vinna lika a laugardogum og hafa litid sem ekkert farid ut fyrir borgina, thratt fyrir ad hafa verid her i nokkra manudi. Thannig ad thratt fyrir frekar lelega gistiadstodu, salernisadstodu, og litla fjolbreytni i faedu var thetta otrulega gaman. Eg gat endalaust horft ut um gluggann a rutunni og fylgst med sveitalifinu. Ja og annad sem eg gleymi ad minnast a. Otrulegt hvad thad er starad mikid a mann. Eg held ad folk myndi ekki stara meira tho graenar geimverur maettu a svaedid. An grins. Eg er ekki bara ad tala um bornin. Thad voru ekki sidur fullordna folkid. Hvad eftir annad var folk ad koma upp ad okkur og bidja um ad fa ad taka mynd af okkur. Se fyrir mer fjolskyldualbumid hja theim, "ja og tharna hittum vid hvita manneskju". Rosa spes. Kannski af thvi vid vorum ekki a typiskum turistastodum. Liklega sjaldan sem evropskar eda ameriskar manneskjur heimsaekja thessi thorp. Okkur fannst thetta samt bara lika gaman, t.d. saum vid hop folks, ca 20 manns i matarpasu fra vinnu a akrinum. Allt i einu rauk einn madurinn upp, og benti a rutuna, greinilega buinn ad koma auga a hvitt andlit. Eg stakk natturulega hofdinu ut um gluggann og veifadi til allra og fekk 20 bros og veif til baka. Yndislegt.

En aetli thetta se ekki nog um ferdalagid. Alla vega dettur mer ekki meira i hug i bili.

miðvikudagur, október 12, 2005

Myndir


Jaeja, eg gat loksins sett inn myndir, m.a. ur ferdalaginu. Her er slodin:
http://public.fotki.com/Gudnyjarmyndir/indland_-_kristin/

Eg a reyndar eftir ad skrifa skyringartexta. Thad bidur betri tima. Og ja eitt enn, eg er alveg buin ad gleyma hvernig eg baeti linkum inn a bloggid mitt. Thad vaeri mjog vel thegid og myndi spara mer mikinn tima ef einhver ykkar sem munid hvernig thad er gert nenntud ad senda mer e-mail med leidbeiningum. Skrifa meira fljotlega. Bless i bili.

mánudagur, október 10, 2005

Ferdalag um S-Indland, danshatid og sundlaugarparty

Vid Gudny erum bunar ad vera i frii i skolanum ut af hatid sem er kollud niu naetur. Thetta er einhvers konar hindi hatid sem snyst medal annars um thad ad heimsaekja nagranna sina og gefa theim gjafir. Eftir friid hefst lika ny onn i skolanum en skolaarinu er skipt upp i 3 annir. Vid notudum taekifaerid og forum i ferdalag um Sudur-Indland. Upphaflega aetludum vid ad skipuleggja thetta sjalfar en saum ad thad var allt of flokid og erfitt thannig ad vid skelltum okkur a tourist information office her i Chennai. Keyptum thar 6 daga pakkaferd med rutu, leidsogumanni og gistingu innifalinni i verdinu (sem var otrulega lagt, 5000 kr islenskar). Vid bjuggumst vid ad thetta yrdu bara turistar a bord vid okkur en thegar vid maettum a stadinn voru tharna bara Indverjar. 4 hjon og 2 theirra med born. Vid logdum af stad eldsnemma ad laugardagsmorgni og vissum svo sem eiginlega ekkert a hverju vid attum von.
Stoppudum mjog fljotlega a indverskum matsolustad fyrir morgunmat. Matsedillinn bara a indversku takk. Ju vid fengum ad sja matsedil med enskum stofum en hofdum ekki hugmynd um hvad ordin thyddu. Idli, dosa, vada, dosa masala, allt hljomadi thetta frekar framandi. Pontudum eitthvad og fengum djupsteikta braudklessu og hrisgrjon a bananabladi. Thetta var bara byrjunin... Allir hinir i ferdinni voru graenmetisaetur thannig ad urvalid af mat i ferdinni var ekki beisid. Hmmm... nudlur, nudlur eda hrisgrjon, dosa masala, og ja pepsi og flogur (sem var meginfaeda KLS!!). En thetta var bara viss stemning. I ferdinni saum vid helling af baenamoskum eda temples. Mjog athyglisvert ad sja folkid stunda sinar helgiathafnir. Alltaf thurfti ad fara ur skonum adur en inn var haldid og skipti engu tho gangstettin vaeri brennandi heit ut af solinni! Vid forum lika i silkiverksmidju thar sem vid saum hvernig silki er handofid med gullthradum. Keyptum okkur audvitad sitthvorn sari-inn. Reyndar 2 a mann ef ut i thad er farid (kaupodu Islendingar).

Vid fengum nett sjokk thegar vid saum hotelid sem gista atti a fyrstu nottina. Thar voru nokkrar edlur i mottokunefnd, kongulaer og moskitoflugur. Skitug rumfot og svona. Forum a veitingastadinn a hotelinu en saum varla neitt fyrir reykjarmekki. Thannig ad hvad gera baendur tha... ju fara a barinn og kaupa ser storan bjor. Adeins ad roa taugarnar. Thad var reyndar frekar spes stemning a thessum bar sem leit ut eins og klipptur ur gomlum vestra. Kolnidamyrkur, reykjarmokkur, og fullt af augum sem stordu a thessar tvaer hvitu stelpur eins og geimverur vaeru maettar a svaedid. Vid drogum tha alyktun ad myrkrid vaeri til ad fela skitinn. Viti menn, okkur leid mun betur eftir bjorinn svo vid logdum til atlogu vid kvoldmatinn a veitingastadnum. Bordudum sma af kjuklinganudlum en misstum listina thegar vid saum virkilega bleika kjuklingabita. Aftur var haldid a barinn og nu var thad sitthvort vodkastaupid. Til ad drepa hugsanlegar salmonellur, camphylobacter o.s.frv. 1 bjor sidar leit svefnherbergid bara ordid agaetlega ut, a.m.k. thannig ad vid gatum hugsad okkur ad leggjast thar i nokkra klukkutima!!

Vid skodudum borgirnar Bangalore og Mysore, hallir, listigarda og visindasafn. Komst ad thvi ad eg er algjort visindanord en Gudny ekki. Henni fannst thetta ekkert spes en mer fannst thetta storfenglegt! Otrulega gaman ad sja hvernig orbylgjur, GPM taeki, syndarveruleikataeki, og hin ymsu taeki virka.

Thad sem hreif mig mest i ferdinni var eiginlega thad sem madur sa ut um gluggann i rutunni. Vid keyrdum i gegnum hvert fataekrathorpid a faetur odru. Saum endalaust mikid af folki vinna baki brotnu a okrunum. I steikjandi hita stod folkid i blautri ledju upp ad okla, bogid i baki vid vinnu a hrisgrjonaokrum. Annars stadar var folk ad tyna lauf af tobaksplontum. Menn og uxar ad plaegja akra. Kofar ur bambus og straum. Oll thessi vink og bros sem vid fengum thegar folkid sa hvitt andlit stara ut um gluggann i rutunni.

... Framhald sidar. Thad er verid ad loka netkaffihusinu. Skrifa meira um ferdinda naest thegar eg kemst i tolvu.